Sterk stoðþjónusta


Á þessu skólaári verður stoðþjónusta skólans aukin því hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Eckardt hefur bæst í hóp góðra sérfræðinga. Um er að ræða samstarf milli allra framhaldsskóla og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skólahjúkrunarfræðingur:

  • Veitir viðtöl og ráðleggingar um heilbrigði og líðan
  • Leiðbeinir hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu og veitir ráðgjöf varðandi heilbrigðisþjónustu sem er í boði
  • Veitir einstaklingsfræðslu um næringu, svefn, kynheilbrigði og hreyfingu.
  • Metur veikindi og meiðsli

Ásdís er með viðveru hjá okkur á mánudögum og miðvikudögum, smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Við minnum einnig á þjónustu náms- og starfsráðgjafa skólans alla daga og viðveru sálfræðings á þriðjudögum og föstudögum. Allir þessir sérfræðingar eru með viðtalsherbergi á 2. hæð í Miðbæjarskóla (á gangi sem vísar út að Lækjargötu).

Ef þið vitið ekki hvar erindi á heima er best að byrja á að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum.