Stöðupróf í ensku, dönsku og spænsku

Við minnum á stöðupróf fyrir framhaldsskólanema sem hafa mikla undirstöðu í ensku, dönsku eða spænsku (hafa til dæmis búið í löndum þar sem tungumálin eru töluð eða eiga uppruna að rekja til sömu landa). Stöðuprófin verða haldin föstudaginn 17. september í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á eftirfarandi tímasetningum:

  • Enska og danska kl. 15:00
  • Spænska kl. 15:30


Fjöldi eininga sem prófin spanna eru:
Enska = 20 ein.: 10 ein. á 2. þrepi og 10 ein. á 3. þrepi
Danska = 10 ein. á 2. þrepi
Spænska = 15 ein. á 1. þrepi

Skráning fer fram með því að senda póst á gudrun@fmos.is í síðasta lagi 2 dögum fyrir próftöku, þ.e. miðvikudaginn 15. september. Sjá nánari upplýsingar hér.