- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Marta Carrasco hlaut ágætiseinkunn og Menntaverðlaun Háskóla Íslands þegar hún útskrifast úr Kvennó vorið 2018. Hún á að baki langan keppnisferil í samkvæmisdönsum og hefur unnið ötult starf í þágu umhverfisverndarmála víða um heim. Hún ætlar sér að læra landfræði í vetur.
Ástrós Hind Rúnarsdóttir brautskráðist með ágætiseinkunn síðastliðið vor. Hún er öflugt ljóðskáld og er að hefja nám í bókmenntafræði og ritlist. Hún skrifaði mikið á námsárunum í Kvennó í ýmsa miðla nemendafélagsins og flutti meðal annars frumsamið ljóð við útskriftarathöfn skólans í ágúst síðastliðnum.
Við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að framtíðin brosi við þeim.