- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Senn líður að sumarleyfi starfsfólks. Síðasti opnunardagur skrifstofu fyrir sumarleyfi er föstudagurinn 21. júní. Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 8:00.
Eldri nemar við skólann hafa fengið greiðsluseðil fyrir innritunargjöld haustannar sendan í netbanka. Gjalddagi eldri nema er 21. júní og eindagi er 1. júlí.
Um leið og innritun nýnema á 1. ár er lokið fá nemendur tölvupóst frá skólanum með öllum helstu upplýsingum. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöld haustannar verður stofnaður á island.is og krafa birtist í netbanka. Gjalddagi nýnema er 1. júlí og eindagi er 19. júlí. Ef innritunargjöld eru ekki greidd á tilskildum tíma skoðast það sem höfnun á skólavist og verður öðrum umsækjanda boðin skólavist í staðinn. Mikilvægt er að tilkynna skólanum strax með tölvupósti á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is ef skólavistin verður ekki þegin.
Stundatöflur og upplýsingar um bækur og námsgögn verða aðgengileg í Innu um miðjan ágúst. Inna er upplýsinga- og kennslukerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. einkunnir, mætingu, námsferil, námsáætlanir og námsgagnalista. Nemendur og skráðir forráðamenn nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta skoðað allar upplýsingar um nemandann. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Nemendur eldri en 18 ára geta sjálfir veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að Innu.
Yfirlit yfir allar helstu dagsetningar næsta skólaárs má finna hér en við viljum vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum:
Svör við algengum spurningum um skólann og námið má finna hér
Ef erindið er brýnt þá er hægt að senda tölvupóst í sumar til skólameistara (kolfinna(hjá)kvenno.is) eða aðstoðarskólameistara (asdisa(hjá)kvenno.is).
Gleðilegt sumar!