- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Síðasti opnunardagur skrifstofu fyrir sumarleyfi er föstudagurinn 16. júní. Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 8:00.
Um leið og innritun nýnema á 1. ár er lokið fá nemendur bréf frá skólanum með öllum helstu upplýsingum.
Greiðsluseðill fyrir innritunargjöld haustannar verður stofnaður á island.is og krafa birtist í netbanka. Gjalddagi er 3. júlí og eindagi er 20. júlí. Ef innritunargjöld eru ekki greidd á tilskildum tíma skoðast það sem höfnun á skólavist og verður öðrum umsækjanda boðin skólavist í staðinn. Mikilvægt er að tilkynna skólanum strax með tölvupósti á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is ef skólavistin verður ekki þegin.
Stundatöflur og upplýsingar um bækur og námsgögn verða aðgengileg í Innu um miðjan ágúst.
Yfirlit yfir allar helstu dagsetningar næsta skólaárs má finna hér en við viljum vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum:
Vð viljum í lokin minna á að svör við algengum spurningum um skólann og námið má finna hér
Ef erindið er brýnt þá er hægt að senda tölvupóst til skólameistara (kolfinna(hjá)kvenno.is)
eða aðstoðarskólameistara (asdisa(hjá)kvenno.is) í sumar.
Gleðilegt sumar!