- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 13. febrúar. Alls tóku 78 nemendur þátt úr átta skólum. Fjórtán efstu keppendurnir taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 8.-9. mars næstkomandi.
Af þessum fjórtán nemendum koma þrír nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Það eru þau Andrea Diljá Jóhannesdóttir Bachmann, Austéja Rekeltaité og Heiðar Helgi Sigurðsson. Kvennó átti flesta fulltrúa í úrslitahópnum ásamt Verslunarskóla Íslands og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hinir keppendurnir komu úr Menntaskólanum á Akureyri, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Menntaskólanum í Reykjavík.
Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Svíþjóð 2.-5. júlí og Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum 6.-14. júlí.
Það er gaman að segja frá því að sigurvegari landskeppninnar í fyrra var María Margét Gísladóttir sem varð stúdent úr Kvennaskólanum síðasta vor.
Við óskum Andreu, Austéju og Heiðari innilega til hamingju með frábæran árangur!