- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Fimmtudaginn 16. nóvember fóru nemendur úr fimm bekkjum á 2. ári í ferð á Njáluslóðir. Til dæmis var gamli burstabærinn á Keldum skoðaður og hin sögufræga Maríulind en sagan segir að vatn úr henni hafi lækningamátt við augnverk eða jafnvel blindu. Loks var ekið að Gunnarssteini þar sem bardaginn við Knafarhóla átti sér stað. Þar fengu nemendur mjög svo lifandi leiðsögn frá kennurum sínum!
Hópurinn borðaði hádegismat á Njálusetrinu á Hvolsvelli og skoðaði sýninguna sem þar er. Svo var ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð þar sem Gunnar bjó. Að því loknu var stoppað við Gluggafoss þar sem nemendur nutu góða veðursins. Nemendur voru að vanda til fyrirmyndar og gaman að upplifa ferðalagið með þeim. Íslenskukennararnir Elínrós Þorkelsdóttir, Sandra Ýr Andrésdóttir og Sigrún Steingrímsdóttir fylgdu hópnum en auk þeirra var kennaraneminn Kristín Nanna Einarsdóttir með í för. Smellið endilega á myndirnar hér að neðan til að sjá þær stærri.