- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Þrír kennarar létu af störfum nú um áramót. Þetta eru þau Ársæll Másson stærðfræðikennari, Ragnar Sigurðsson sögukennari og Telma Dís Sigurðardóttir stærðfræði- og jarðfræðikennari. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari færði þeim gjöf frá skólanum og fór yfir að framlag þeirra til menntunar hefði haft mikið gildi fyrir skólastarfið í Kvennaskólanum. Þar má til dæmis nefna rækt við kennslu, faglega leiðtogahæfni og umhyggju fyrir framförum nemenda.
Tímamót marka gjarnan nýtt upphaf og viljum við, starfsfólk skólans, færa þeim okkar bestu heillaóskir og þakka þeim góð kynni og frábært samstarf.