Kvennaskólinn mun eiga fulltrúa á Ólympíuleikunum í líffræði í sumar því Tristan Tómasson úr 3NA er einn fjögurra íslenskra framhaldsskólanema sem skipa landsliðið í ár. Keppnin fer fram 3.-11. júlí í Dubaí og munu rúmlega 1000 nemendur frá yfir 80 löndum taka þátt.
Liðið mun hittast fljótlega eftir skólalok og fá þá að kynnast þjálfurunum sínum og skipuleggja sumarið fram að keppni. Þjálfararnir eru frá líffræðideild Háskóla Íslands og mun öll þjálfun og undirbúningur fara fram í húsakynnum Háskóla Íslands. Búast má við ströngu æfingaferli en líka fjöri enda verður þetta mikið ævintýri fyrir alla aðila. Landsliðið mun fá gríðarlega reynslu og tækifæri til að kynnast fólki út um allan heim. Tristan er að vonum stoltur og spenntur fyrir að taka þátt fyrir hönd Kvennó og hlakkar mikið til að takast á við krefjandi verkefni í sumar.
Við óskum honum hjartanlega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með landsliðinu í sumar. Hér má skoða
heimasíðu Ólympíuleikanna í ár.
Mikið sem við erum stolt af þessum árangri og viljum þakka honum og líffræðikennurunum Írisi Thorlacius Hauksdóttur og Kristínu Marín Siggeirsdóttur fyrir alla þþá vinnu sem þau hafa lagt í þetta verkefni.