Tvö lið í úrslit Fyrirtækjasmiðju

 
Þær frábæru fréttir bárust okkur að tvö lið úr Kvennó, Ásgarður Weight og Cría-bar, eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla - JA Iceland. Þau verða í hópi 35 fyrirtækja sem munu kynna vörur sínar fyrir dómarateymi næsta fimmtudag og flytja kynningu á vörum sínum í Arionbanka á föstudag. Alls voru 124 fyrirtæki skráð til leiks.
 
Ásgarður Weight eru handlóð þar sem fjörugrjót er notað sem þyngd og handfangið er gert úr afgöngum af járnrörum. Nemendur í verkefninu eru Hólmsteinn, Frank, Guðjón, Júlía og Dóróthea. Þau eru öll nemendur í 3NC. 

Cría-bar er orkustykki sem inniheldur bæði prótein og creatín í því magni sem einstaklingur myndi vanalega neyta fyrir æfingu. Nemendur í verkefninu eru Agla Bríet,
Elísabet Tinna, Elma Hlín, Hanna Silva, Tekla Ýrr, Anna Lovísa og Eva María. Þær eru allar nemendur í 3FF. 

 
Innilegar hamingjuóskir kæru frumkvöðlar og gangi ykkur vel í úrslitakeppninni.