- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Föstudaginn 23. september verður peysufatadagurinn haldinn hátíðlegur hjá 3. bekkingum skólans. Þessi dagur er í miklu uppáhaldi hjá okkur enda skemmtileg hefð sem fer beint í minningabankann hjá þeim sem taka þátt. Undirbúningur fer vel af stað og mikil eftirvænting er í loftinu. Búið er að halda eina söngæfingu í Uppsölum og söng- og dansæfingu í porti Miðbæjarskólans.
Þrjár æfingar eru eftir og er mjög mikilvægt að allir mæti sem hér segir:
Það verður sungið og dansað á ýmsum stöðum í miðborginni þennan dag, t.d. í portinu hér í Kvennaskólanum. Ítarlegri upplýsingar um dagskrá koma í næstu viku fyrir þá sem vilja upplifa daginn með okkur.
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Helga Hjartardóttir, mhh@kvenno.is.