- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Hægt er að sjá stundatöflur og bókalista í Innu á morgun, fimmtudaginn 13. ágúst. Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.
Byrjun skólaársins tekur að sjálfsögðu mið af þeim takmörkunum sem í gildi verða vegna COVID. Við bíðum eftir nýjum upplýsingum um samkomutakmarkanir en í dag vinnum við út frá því að hafa blöndu af stað- og fjarnámi þannig að einn árgangur komi í skólann í eina viku og fari svo í 2ja vikna fjarnám.
1. bekkur mun byrja í staðnámi og ef aðstæður í samfélaginu leyfa þá eiga nýnemar að mæta í skólann 18. ágúst kl. 9:00 og hitta umsjónarkennarann sinn.
2., 3. og 4. bekkur byrja í fjarnámi og hefst haustönnin hjá þeim mánudaginn 24. ágúst.
Þrátt fyrir ástandið þá erum við bjartsýn og hvetjum nemendur til að vera bjartsýna fyrir komandi skólaári. Við þurfum að bregðast við aðstæðum sem upp kunna að koma en í sameiningu munum við leysa málin eins vel og við getum.