- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Endurtökupróf verða í skólanum 4. og 5. janúar. Prófin verða staðpróf, haldin í MIðbæjarskólanum í stofu M27 og í N byggingu í stofum N2-N3. Próftöflu endurtökuprófa má sjá hér og þar sést í hvaða stofu prófin eru og klukkan hvað þau byrja. Athugið að grímuskylda er í skólanum en tryggt verður að fjarlægð á milli nemenda í prófstofum verður meira en 2 metrar þannig að nemendur geti tekið af af sér grímuna á meðan þeir leysa prófin.
Stundatöflur og námsgagnalistar verða sýnilegir í Innu mánudaginn 4. janúar.
Töflubreytingar (breyting á vali). Síðasti dagur töflubreytinga er föstudagurinn 8. janúar. Upplýsingar um valáfanga í boði má finna undir "Aðstoð" í Innu. Óskir um töflubreytingar skal senda til Bjarkar námstjóra (bjorkth@kvenno.is) eða Oddnýjar aðstoðarskólameistara (oddnya@kvenno.is).
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar, fjarkennsla verður fyrstu þrjá dagana (6., 7. og 8. janúar). Upplýsingar um kennsluskipulag frá og með mánudeginum 11. janúar kemur á heimasíðu skólans eftir áramótin.