- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Föstudaginn 14. ágúst fór langþráð útskriftarathöfn Kvennaskólans fram í Háskólabíói. Vegna samkomutakmarkana var um að ræða mjög óvenjulega útskriftarathöfn þar sem eingöngu nýstúdentar, skólameistari og þrír kennarar sem höfðu hlutverki að gegna í athöfninni voru viðstaddir. Gæta þurfti að ýmsu svo sem fjarlægð milli fólks og fjölda á hverju svæði.
Engu að síður var athöfnin hátíðleg og eftirminnileg. Ársæll Másson stærðfræðikennari og félagar spiluðu saman áður en athöfnin hófst, Berglind Bjarnadóttir og Hanna Sóley Guðmundsdóttir fluttu hluta af dúett nr. 2 eftir Beethoven fyrir klarinett og fagott, Helga Rún Guðmundsdóttir flutti eigið lag og Ástrós Hind Rúnarsdóttir las upp frumsamið ljóð. Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir fyrrum formaður Keðjunnar flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og Ásdís Arnalds íslenskukennari flutti kveðju fyrir hönd starfsmanna skólans sem ekki fengu að vera viðstaddir athöfnina.
Viðurkenningar voru veittar fyrir afburðagóðan námsárangur og einnig þeim sem voru í forsvari í helstu nefndum og ráðum skólans. Viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins veturinn 2019 – 2020 hlutu:
Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir formaður Keðjunnar
Védís Halla Víðisdóttir gjaldkeri Keðjunnar
Alexander Már Patriksson formaður skemmtinefndar
Gunnar Páll Bjarnason formaður listanefndar
Hildur María Arnalds formaður Fúríu
Arna Dís Heiðarsdóttir formaður markaðsnefndar
Svanfríður Júlía Steingrímsdóttir formaður margmiðlunarráðs
Auk þess fengu tveir nemendur sem voru að útskrifast núna sams konar viðurkenningu fyrir að hafa verið í stjórn nemendafélagsins veturinn 2018 – 2019:
Arngrímur Broddi Einarsson sem var formaður listanefndar
Rakel Svavarsdóttir sem var formaður Fúríu
Viðurkenningu fyrir þátttöku í Gettu betur þar sem Kvennóliðið var í öðru sæti hlaut Berglind Bjarnadóttir.
Verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu í einstaka námsgreinum fengu:
Kolbrún Björk Ágústsdóttir í dönsku
Hallgerður Kristjánsdóttir í frönsku
Nataliya Shabatura í þýsku
Kristín Sif Daðadóttir í ensku og efnafræði
Baldur Daðason í eðlisfæði og efnafræði
Natalía Rut Einarsdóttir í jarðfræði
Lena Dögg Gunnarsdóttir í sálfræði
Ástrós Hind Rúnarsdóttir í íslensku
Hrefna Hreinsdóttir hlaut stúdentspennann 2020 fyrir besta lokaverkefni vetrarins 2019-2020.
Semidúx skólans Hildur María Arnalds hlaut verðlaun fyrir árangur í félagsgreinum, sögu, lokaverkefni og einnig Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem veitt eru þeim nemanda sem skarar fram úr í námi en einnig í þátttöku í félagslífi, listum eða íþróttum. Verðlaun HÍ voru afhent í júní
Dúx skólans að þessu sinni er Berglind Bjarnadóttir. Hún fékk verðlaun fyrir árangur í líffræði, stærðfræði og einng verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Verðlaun HR voru afhent í júní.
Berglind hlaut einnig verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð fyrir hæstu meðaleinkunn og bestan heildarárangur á stúdentsprófi. Berglind hlaut einkunnina 9,95 sem er besti árangur á stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hingað til.
Við óskum öllum nýstúdentunum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.