Vel heppnað málþing hjá nemendum í kynjafræði

 

Nemendur í kynjafræði mættu á Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. nóvember. Dagskráin fól í sér stutta kynningu á námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og svo fjögur erindi sem vor sérstaklega valin með áhugasvið framhaldsskólanema í huga. Fyrirlesararnir voru eftirfarandi:

  • Bjarni Snæbjörnsson - fjallaði um bakslag gegn hinsegin fólki
  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta - fjallaði um Onlyfans og kynferðisofbeldi
  • Þórdís Elva Þorvaldsdóttir - fjallaði um stafrænt ofbeldi
  • Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir - fjallaði um kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu

 

Málþingið var afar vel sótt og hátíðarsalurinn troðfullur af áhugasömum nemendum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.