- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Félag þýskukennara hefur haldið svonefnda Þýskuþraut fyrir nemendur framhaldsskólanna í gegnum árin og var þrautin haldin núna í 32. sinn. Yfir 60 nemendur framhaldsskólanna tóku þátt í keppninni að þessu sinni.
Nemendur Kvennaskólans hafa oft náð góðum árangri og komist í eitthvert 15 efstu sætanna og svo var einnig núna. Sandra Dögg Ólafsdóttir á hugvísindabraut varð í 10. sæti og Hekla Dís Kristinsdóttir á náttúruvísindabraut í 13. sæti. Þær eru báðar nemendur á öðru ári.
Myndin er tekin þegar vinningshafarnir tóku við verðlaunaskjalinu á skrifstofu skólameistara í Kvennaskólanum. Seinna í mánuðinum verður svo haldin móttaka hjá þýska sendiherranum þar sem hann mun veita nemendum í fyrstu 15 sætunum bókaverðlaun.
Við óskum nemendunum hjartanlega til hamingju með árangurinn.