Hópur nemenda í valáfanganum
LÖG3LF05 heimsótti lögreglustöðina við Hlemm fyrir stuttu og fengu áhugaverða kynningu frá ákærusviði lögreglunnar.
Nemendur fengu að fræðast um hvernig störf lögfræðinganna sem vinna á ákærusviði eru, til dæmis hvað liggur að baki þegar ákært er, hvað merkir skilorð, hvað er að gera sátt, hvað er gæsluvarðhald og hvernig dagleg störf þeirra geta allt í einu breyst þegar afbrot er framið í samfélaginu og fleira.
Heimsóknin var mjög skemmtileg og ekki spillti fyrir hversu flottar spurningar komu frá nemendum. Greinilega efnilegur hópur þar á ferð!