Viðurkenning í umhverfismálum

 

Í dag föstudaginn 14. október mætti fulltrúi Landverndar með viðurkenningu til skólans fyrir góða frammistöðu í umhverfismálum. Viðurkenningin er veitt í tengslum við umhverfismenntarverkefnið Skólar á grænni grein/ grænfánaverkefnið sem er stærsta verkefni síns eðlis á alþjóðavísu og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Viðurkenningin er veitt þeim skólum sem hafa sýnt góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

Þetta er í fjórða sinn sem við vinnum okkur inn þessa viðurkenningu og viljum við sérstaklega hrósa Umhverfisráði skólans fyrir þeirra framlag. Meðlimir ráðsins sjást hér á ljósmyndinni ásamt þeim Ósk Kristinsdóttur, sérfræðingi hjá Landvernd, Halldóru Jóhannesdóttur, umhverfisfræðikennara og Ásdísi Arnalds, aðstoðarskólameistara.