Vilt þú vera með í umhverfisráði Kvennó?

 

Kvennaskólinn er grænfánaskóli og nemendur sem eru í umhverfisráði skólans sinna verkefnum tengdum grænfánanum. Umhverfisráðið hittist reglulega bæði til að vinna sjálfstætt og undir stjórn kennara, Mariu Sastre (marias@kvenno.is).

Dæmi um verkefni umhverfisráðsins er átak ti að fá fólk til að kolefnisjafna akstur sinn, bæta flokkunarmál í skólanum, vera með umhverfisviku, fá fyrirlesara í skólann, skipuleggja fatasvap ásamt fjölmörgum öðrum verkefninum.

Fyrir þátttöku í umhverfisráðinu er hægt að fá eina til tvær einingar á önn.

Ef þú hefur brennandi áhuga á umhverfismálum og vilt starfa með umhverfisráðinu skráðu þig þá hér: https://forms.office.com/e/Q8LJqFWLqn