Viltu taka þátt í þýskukeppni?

 

Félag þýzkukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema þriðjudaginn 7. mars. Keppnin fer fram í stofu A7 kl. 10:40-12:10.

Tvö þyngdarstig verða í keppninni. Verðlaunahafar á stigi 1 eiga möguleika á þátttöku í Eurocamp í Þýskalandi í sumar. Verðlaunahafa á stigi 2 eiga möguleika á þátttöku í PAD-prógramminu í Þýskalandi í sumar.* Einnig verða veitt bókaverðlaun á báðum stigum. Kvennaskólinn hefur oft átt verðlaunahafa í keppninni og hvetjum við nemendur til að taka þátt.

Þú getur tekið þátt ef …

  • þú ert íslenskur ríkisborgari
  • ef þú ert fædd(ur) á tímabilinu 1998 – 2007
  • ef þú hefur nú þegar lært þýsku í a.m.k. eina önn
  • ef þú hefur ekki áður hlotið styrk frá Þýskalandi
  • Hefur þína þýskukunnáttu úr skóla og hefur ekki dvalið 6 vikur eða lengur í þýskumælandi landi

Úr umsögnum nemenda um Þýskalandsdvölina: “Bestu vikur lífs míns!” “Mjög vel skipulögð ferð!” “Þessi ferð var alveg ótrúleg upplifun!”

Nánari upplýsingar veita þýskukennarar.

*með fyrirvara um breytingar vegna aðstæðna.